05.10.1944
Sameinað þing: 52. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 337 í D-deild Alþingistíðinda. (4915)

114. mál, framleiðslutekjur þjóðarinnar

Frsm. (Páll Zóphóníasson):

Herra forseti. Allshn. hefur rætt þessa till. á þremur fundum og hefur fengið hagstofustjóra ásamt flm. til viðtals.

Hagstofustjóri telur hægt að framkvæma athuganir á því, sem í till. felst, án þess að þurfi að bæta við verulega starfskröftum á Hagstofuna. Hann telur, að þá sé hægt að fá fullkomnari upplýsingar en nú eru fyrir hendi um útvegs- og landbúnaðartekjur þjóðarinnar, en hins vegar telur hann hæpið eða jafnvel víst, að með samþ. till. fáist ekki betra yfirlit yfir heildartekjur þjóðarinnar en með því að leggja skattskýrslur landsmanna til grundvallar. Allt í allt taldi hann sig meðmæltan því, að þetta yrði gert, en of nauman tímann, sem ætlaður væri í till. Hann er meðmæltur því, að slíkir útreikningar séu gerðir árlega, og óskaði eftir, að í stað júnímánaðar í till. kæmi septembermánaðar. Við berum því fram þá brtt., að í stað orðsins „júnímánuði“ á tveimur stöðum í næstsíðustu málgrein komi: septembermánuði. Með þeirri breyt. leggjum við til, að till. verði samþ.