16.02.1945
Efri deild: 129. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (4942)

257. mál, veltuskattur

Gísli Jónsson:

Herra forseti. — Hv. þm. S.-Þ. notaði mikið af sínum ræðutíma til að reyna að sanna, að það, sem ég hef haldið fram um skattfrelsi samvinnufélaganna. væri ekki á rökum reist. En ef hann hefði hlustað á þau rök, sem ég færði fram, þegar ég flutti ræðu mína, hefði hann getað sparað sér þessa ræðu. Öll rök mín standa enn óhögguð. og þetta vita líka allir, sem þekkja skattal., að það er enginn aðili á Íslandi, sem hefur jafnmikið skattfrelsi og þessi félagsskapur. En þegar samvinnufélögin eru farin að verzla alveg á sama hátt og kaupmenn og úthluta arði, þá er fallinn burt allur grundvöllur fyrir að veita þeim nokkur fríðindi fram yfir aðra, sem verzla á alveg sama hátt. Nú er verið að safna í stórkostlegan sjóð og verðlagið sett þannig. að þessi tvö félög. sem hann tiltók áðan, Sambandið og KEA, hafa þrátt fyrir þessi skattfríðindi grætt á síðasta ári annað 200, en hitt 400 þús. kr. Og þegar hv. þm. er að benda á breiðu bökin, þá eru hér breiðustu bökin, þær stofnanir, sem hafa brugðizt þeim skyldum að lækka vöruverð til , neytenda og þar með að lækka dýrtíðina. Það eru þau, sem eiga að taka á sig sinn hluta af því, sem það kostar að greiða niður dýrtíðina, ekki sízt eftir að þessar upplýsingar liggja fyrir.

Um hina nýju till. viðvíkjandi sparifjáreigendum skal ég ekki mikið segja, en vil þó aðeins benda, á það, að ég er hræddur um, að þeir hafi ekki borið mikið frá borði af stríðsgróðanum, a.m.k. ekki þeir, sem hafa þurft að lifa af þessum eignum.

Ég skal svo ekki tefja meira þessar umr. Ég vil aðeins segja hv. 3. landsk. það, að ef hægt er að koma þessum skatti yfir á vöruverðið, ef lagt er á veltuna 1945, þá er það alveg eins hægt, þó að miðað sé við 1944. Álagningin frá verðlagseftirlitinu getur aldrei orðið þannig, að fyrirtækin verði í tapi, heldur verður að miða við það, að þau fái ekki óhæfilega mikinn gróða, og ef hægt er nokkurs staðar að leggja á meira en verðlagseftirlitið leyfir, þá fer það ekki eftir því, hvert féð á að renna. Það getur þá alveg eins runnið í vasa þess, sem rekur fyrirtækið, eins og til ríkissjóðs. Þetta er því engin ástæða fyrir hv. 3. landsk. að halda svo fast sem hann gerir við þá kröfu, að skatturinn sé miðaður við 1944, en ekki 1945. Það hljóta að vera einhverjar ástæður, sem hann hefur aldrei getað komið með í öllum þessum umr.