16.10.1944
Sameinað þing: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 341 í D-deild Alþingistíðinda. (5004)

142. mál, rafveitulán fyrir Keflavíkurhrepp, Njarðvíkurhrepp og Grenjaðarstaða- og Múlahverfi

Ólafur Thors:

Herra forseti. — Ég vil aðeins leyfa mér að þakka hv. fjvn. fyrir góðar undirtektir og skjóta afgreiðslu á þessu máli. Varðandi þá brtt., sem borin hefur verið fram, sé ég ekki ástæðu til þess að beita mér gegn henni, og í trausti þess, að ekki verði hnýtt aftan í þessa till. svipuðum till. til þess að granda höfuðtill., get ég sætt mig við, að þessi brtt. verði samþ. Mér er hins vegar tjáð af form. fjvn., að eigi sé ætlunin að svo verði, og vil ég í trausti þess, að þingið fljótlega afgr. endanlega þá till., sem ég ásamt tveim öðrum hv. þm. hef leyft mér að flytja, mæla með þessari brtt. Í trausti þess, að hæstv. Alþ. afgr. þessa till. okkar, vil ég ekki sem sagt verða meinsmaður þeirrar brtt., sem flutt hefur verið af hv. þm. S.-Þ.