16.10.1944
Sameinað þing: 55. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 342 í D-deild Alþingistíðinda. (5007)

142. mál, rafveitulán fyrir Keflavíkurhrepp, Njarðvíkurhrepp og Grenjaðarstaða- og Múlahverfi

Kristinn Andrésson:

Ég vil taka undir með þeim hv. þm., sem mælt hafa með því, að brtt. hv. þm. S.-Þ. verði samþ. Það stendur sérstaklega á þarna, þarna eru mörg heimili saman, og liggur því beint við að veita ríkisábyrgð fyrir rafveitu á þessa bæi. Það stóð til, að þetta yrði framkvæmt um leið og rafmagnið var leitt til Akureyrar frá Laxárvirkjuninni, og það hefði verið mjög réttmætt að það hefði verið gert þá strax. En af því hefur þó enn ekki orðið. Ég vil því mæla með því, að þessi till. verði samþ.