25.01.1945
Neðri deild: 112. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1957 í B-deild Alþingistíðinda. (5015)

254. mál, fasteignamat

Fjmrh. (Pétur Magnússon):

Ég hef því miður ekki haft tíma til að kynna mér nógu ýtarlega þessar till. hv. þm. V.-Húnv., og má vel vera, og ég hygg, að svo sé, að sumar till. séu til bóta á frv. Sérstaklega held ég, að svo sé um síðustu brtt., því að það er alveg rétt hjá honum, að eðlilegra sé að miða við þann tíma, sem mat er tilkynnt eigendum fasteigna, a.m.k. verður að setja skýr ákvæði um, hvað tilkynna skuli. En mér skilst nú, að aðalatriðið í brtt. hv. þm. sé að halda yfirfasteignamatsn. sem fasta stofnun. Er það ekki rétt skilið hjá mér? (SkG: Hún mun ekki þurfa að starfa að staðaldri.) Ekki öll n., en a.m.k. formaður n. á að verða fastur embættismaður skilst mér á till. Það mundi hafa í för með sér, að form. þyrfti að hafa sína skrifstofu og væntanlega einhverja á skrifstofunni, því að það er varla hægt að ætlast til þess, að hann sé þar að staðaldri, að hann gæti verið viðbúinn að láta afrita matsgerðir og annað nauðsynlegt í sambandi við mat, og ef þessi tilhögun verður áfram, væri í raun og veru komið í veg fyrir þann aðaltilgang, sem vakti fyrir stj. með því að láta þetta frv. koma hér fram, sem sé að spara sem mest kostnaðinn við fasteignamatið. Stjórnin hugsaði sér, að yfirfasteignamatsn. þyrfti ekki að starfa nema aðeins meðan mat færi fram, en með því að fela fjmrn. framkvæmd þessara mála milli aðalmata, þá var litið svo á, að hægt væri að spara að mjög miklu leyti kostnaðinn við millimatið. Ég hygg, að með skynsamlegu fyrirkomulagi á þessu þyrfti mjög lítill aukakostnaður að verða við það, þótt ráðuneytið tæki að sér að sjá um millimatið. Aðalatriðið er kannske ekki það að borga form. yfirfasteignamatsn. einhver laun á milli mata, heldur hitt, að hægt sé að losna við skrifstofuhaldið, sem óhjákvæmilega fylgir, ef yfirfasteignamatsn.

á að starfa á milli aðalinata. Ég get þess vegna ekki fallizt á þá brtt. hv. þm., sem miðar að þessu, því að ef hún á að ná fram að ganga, er skoðunum í raun og veru algerlega kippt undan þessari löggjöf, sem hér er um að ræða. Hitt skal aftur á móti játað, að þær athugasemdir, sem hann gerði í sambandi við áfrýjun matsgerðar, virðist mér vera á talsverðum rökum reistar. Það væri því að mínu viti ástæða til að fresta umr. núna, ef hv. fjhn. vildi nú athuga á milli umr., hvort ekki væri hægt að koma þessu fyrir á annan hátt en lagt er til í frv. Það er vitanlega algerlega rétt, að það er mjög óeðlilegt, að sama stofnun, sem hefur lagt fyrsta úrskurð á þetta, eigi einnig að hafa vald til að úrskurða um kærur varðandi fyrsta úrskurð, og mætti væntanlega finna leið út úr þessu, án þess að ég vilji freista þess nú að algerlega óathuguðu máli að bera fram aðrar brtt.

Mér sýnist samt sem áður, að með því að fela ákveðnum starfsmanni í fjmrn. að annast um millimatið væri ekki fjarri lagi að áfrýja til fjmrh. Það horfir a.m.k. öðruvísi við en ef það er allt í hendi ráðuneytisins. Vildi ég þess vegna mælast til þess við hæstv. forseta að fresta umr. núna og mælist til þess við hv. fjhn., að hún athugi þetta nánar.