18.10.1944
Neðri deild: 67. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 344 í D-deild Alþingistíðinda. (5026)

90. mál, vegarstæði að Ögra

Frsm. (Sigurður Bjarnason):

Herra forseti. — Samgmn. hefur haft þetta mál til athugunar og sent þáltill. til umsagnar vegamálastjóra, sem hefur lagt til, að till. verði samþ., og lýst yfir því, að hann sé fús til þess að framkvæma þá rannsókn á vegarstæði, sem þáltill. fjallar um. Vegamálastjóri hefur einnig upplýst, að þessi vegarlengd sé um 50 km, og þó að töluvert liggi fyrir af rannsóknum á vegarstæðum víða á landinu, þá muni vera hægt að snúast við þessari rannsókn eftir því, sem starfskraftar verða fyrir hendi, og að mér hefur skilizt, þá muni ekki þurfa að bíða mjög lengi eftir því.

Að þessu áliti vegamálastjóra fengnu hefur samgmn. einróma lagt til, að þáltill. þessi verði samþ. óbreytt.

Hygg ég svo, að um þáltill. sjálfa þurfi ekki að fara frekari orðum. Hv. þd. er efni hennar kunnugt. Enn fremur ræddi ég hér við fyrri hluta þessarar umr. nokkuð ýtarlega þau rök, sem að henni hníga.