01.03.1945
Neðri deild: 141. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (5099)

254. mál, fasteignamat

Frsm. (Jón Pálmason):

Það voru einungis fáein orð út af hinni skrifl. brtt. Ég vil taka það fram í fyrsta lagi, að þessi brtt. fjhn. er fullkomlega réttlát varðandi Reykjavík, og í öðru lagi mun það vera svo í bæjunum, að þar fá bæirnir nokkuð, og í sýslunum er það svo, að sýslusjóðsgjöldin fara eftir þessu.

Þá hygg ég, að skrifl. brtt. sé naumast formleg eins og hún er, — þyrfti að orðast á þá lund, að viðeigandi ákvæði í okkar brtt. félli niður. Annars held ég, að till. sé óþörf.