20.11.1944
Sameinað þing: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 424 í D-deild Alþingistíðinda. (5157)

102. mál, síldarverksmiðja Siglufjarðarkaupstaðar

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. — Ég skal ekki fjölyrða mikið um brtt. þá, sem hér liggur fyrir. Hún er til þess gerð, að allir flokkar, sem sæti eiga í bæjarstjórn Siglufjarðar, geti fengið hlutfallslega jafnan rétt til þátttöku í stjórn verksmiðjunnar. Ég tel það rétt, þar sem ríkið hefur gengið í ábyrgð fyrir byggingarkostnaði verksmiðjunnar. Það er hliðstætt ákvæði í sveitarstjórnarlögunum, og tel ég rétt, að sami háttur sé hafður á um stjórn verksmiðjunnar. Þetta er að vísu ekki lögboðið, en hér er um að ræða íhlutun stjórnmálaflokkanna, sem er eðlileg, þar sem ríkið á að stuðla að því, að verksmiðjan geti starfað.