05.01.1945
Sameinað þing: 81. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 468 í D-deild Alþingistíðinda. (5278)

206. mál, herzla síldarlýsis

Gísli Jónsson:

Ég vil aðeins taka það fram, að samanburðinn á því, sem ég gerði í öðru máli, ber engan veginn að skilja sem andúð gegn þessu máli, og er ég að fullu samþykkur því, að þessi till., sem hér liggur fyrir, nái samþykki.

Ég hef dálítið rætt við Trausta Ólafsson, og staðfesti hann, að aldrei yrði unnt að láta slíka verksmiðju bera sig, ef reiknað yrði með svipuðu verðlagi á rafmagni og gert er í áætlun um rafmagnssölu á Siglufirði.

Ég er fyllilega sammála um það, að þetta beri að athuga, og mun fylgja þessari till. þrátt fyrir þær aths., sem ég gerði.