09.01.1945
Sameinað þing: 82. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 480 í D-deild Alþingistíðinda. (5307)

118. mál, kaup á hlutabréfum Útvegsbanka Íslands h.f.

Ásgeir Ásgeirsson:

Það er vitanlega alveg rétt hjá hæstv. fjmrh., að þau hlutabréf, sem nú verða keypt, munu ekki standa undir lánum, sem taka verður til að eignast þau. Ég reiknaði með því, að ef ríkið keypti um 2½ millj. kr. hlutabréf og á fyrir 4½ millj. kr., þá á hann 7 millj. samtals. Arðurinn af þeim á þá að nægja til að greiða hallann á þeim, sem tekin eru til skamms tíma. Ég á við það, að ríkið léti bankann vinna fyrir þessum kaupum, svo að ekki þurfi að koma til þess, að taka verði skatttekjur ríkisins fyrir það.