15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 487 í D-deild Alþingistíðinda. (5330)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Eins og nál. ber með sér, leggur n. til, að till. verði samþ. óbreytt. Í nál. sést einnig, að allir nm. voru ekki viðstaddir, og voru sumir ekki komnir aftur eftir þinghlé. Það var vitað, að brtt. var fram komin hér í þinginu, en líklegt, að engir myndu fylgja henni. N. þótti till. fela það í sér, að samstarf yrði haft við ríkisstj. um þetta, svo að óþarft væri að setja frekari ákvæði þar um.

Ég sé svo enga ástæðu til þess að ræða þetta frekar. Ef þinginu sýnist svo, má ef til vill láta hjá líða að skipa nokkra n. En málið var í raun og veru að efni ti1 afgr. með fjárl. síðasta árs.