15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í D-deild Alþingistíðinda. (5336)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég skal vera stuttorður. Af því, sem fram hefur komið frá hv. form. n., vil ég skýra frá því, hvernig þetta bar að. Það er rétt, að fyrsta þingdag eftir annað fríið, sem hæstv. ríkisstj. gaf þm., boðaði þm. mig á fund. Þá sagði ég: „Viltu ekki lofa Sjálfstfl. að tilnefna mann í stað Jóns Sigurðssonar og lofa 2. þm. Rang. að komast í bæinn, áður en fundur verður boðaður?“ Ég taldi ekki hægt að ræða málið, meðan menn voru enn ekki komnir til þings. Þá sagði hann: „Þetta er ósk ríkisstj.“ Samt gerir hann það nú að halda ekki fund þann dag, en boðar fund daginn eftir. Þá sagðist ég ekki mundu koma á fund, fyrr en menn væru komnir í bæinn, og kvað a. m. k. vorkunnarlaust fyrir Sjálfstfl. að tilnefna mann í stað Jóns Sigurðssonar. Í stað þess að gera það og bíða eftir, að nm. kæmu í bæinn, er fundur boðaður, þótt ég áður væri búinn að segja, að ég kæmi ekki á þennan fund til að taka þátt í afgreiðslu málsins og gerði það ekki, fyrr en n. væri aftur fullskipuð.