15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í D-deild Alþingistíðinda. (5337)

215. mál, framkvæmdir á Rafnseyri

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Herra forseti. — Þá hafa verið gerðar aths. við skýringu hv. form. allshn. varðandi þetta mál, og tel ég þær heldur lítils virði. Fannst hv. 2. þm. N.-M. meiri þörf á allri þessari vakningu en hinu að mæta á fundinum? En þótt málið væri afgreitt á þessum degi í n., var beðið til mánudags eftir þeim mönnum, sem ókomnir voru. Ég veit ekki, hvort þetta verður talið áfellisvert, en er þó gott að því leyti, að það sýnir, að önnur rök eru ekki sterk.

Ég vil benda hv. 2. þm. Rang. á, að í svipuðum tilfellum eru mál alls ekki tekin aftur fyrir Alþ., en það kann nú að valda einhverju um, að hann ber ekki nóg traust til núv. ríkisstj.

Ska1 ég svo reyna að stilla skap mitt, því að hv. 7. þm. Reykv. virðist vera illa við alla skapvonzku, en get þó ekki tekið undir það með honum, að við tillögumenn, sem höfum staðið að þessu máli, þurfum að hafa vonda samvizku af því, að við ætlum að misnota nafn Jóns Sigurðssonar til að hrinda í framkvæmd hinum og öðrum framkvæmdum. Við ætlum að nota nafn hans til þess, að það verði einhver sómi sýndur hans fæðingarstað, sem um leið verður hans eigin minning.

Mun ég svo ekki segja meira, jafnvel þótt frekara tilefni gefist til.