19.01.1945
Neðri deild: 109. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í D-deild Alþingistíðinda. (5348)

195. mál, framleiðsla kindakjöts fyrir innlendan markað

Frsm. meiri hl. (Jón Pálmason):

Herra forseti. Þessi þáltill., sem hér liggur fyrir á þskj. 537, fer fram á það eitt, að ríkisstj. láti rannsaka, hvort ekki sé hægt að koma á því skipulagi, að þau héruð, sem bezta aðstöðu hafa til sauðfjárræktar, hafi einhver sérréttindi til að nota innanlandsmarkaðinn. — Landbn. var öll sammála um, að þetta væri rétt að athuga. En minni hl. n. leggur til að vísa þáltill. frá með rökstuddri dagskrá, með tilliti til þess, að mþn. sé starfandi í búnaðarþingi, sem hafi þetta til athugunar. Við, sem skipum meiri hl. landbn. í þessu máli, álítum rétt að taka tillit til þess álits, sem þessi mþn. gefur, og þeirra till., sem búnaðarþing kann á sínum tíma að gera um málið, en það sé ekki ástæða til að vísa þessari till. frá, heldur sé rétt, að hv. þd. láti í ljós álit sitt um það, hvort þessi athugun eigi að fara fram.

Að öðru leyti mun ég ekki ræða málið, nema tilefni gefist, enda þótt ástæða væri til að fara um það ýmsum fleiri orðum.