14.11.1944
Efri deild: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 287 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

70. mál, heilsuverndarstöðvar

Menntmrh. (Brynjólfur Bjarnason):

Mér þykir rétt að gera grein fyrir fyrirvara, sem ég hef gert í nál. heilbr.- og félmn. Hann er í því fólginn, að ég hefði talið það æskilegra, að heilsuverndarstöðvarnar væru eingöngu kostaðar af bæjum og ríkissjóði. Ég tel, að á því sé nokkur vafi, hvort skylda beri sjúkrasamlög til að veita fé til slíkrar starfsemi, þar sem tilhneigingin hefur verið sú að velta af sér slíkum fjárframlögum á hendur sjúkrasamlaganna. Hins vegar er enginn vafi á því, að þetta frv. er til mikilla bóta frá því, sem nú er, og er ég einnig sammála, að þær brtt., sem heilbr.- og félmn. leggur til, séu til bóta, þar sem samkv. þeim er ákveðið, að ríkið skuli leggja til þriðjung kostnaðar af rekstri heilsuverndarstöðva. Aftur á móti er gert ráð fyrir í frv., að styrkur ríkisins skuli nema allt að þriðjungi rekstrarkostnaðar, en vera á valdi Alþ. í hvert skipti, hve hár hann verður. Mér finnst þetta vera til bóta og get því mælt með samþykkt frv., þrátt fyrir það, að ég hef ritað undir nál. með fyrirvara.