13.12.1944
Sameinað þing: 75. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 537 í D-deild Alþingistíðinda. (5393)

209. mál, rafveita Ísafjarðar og Eyrarhrepps

Félags- og dómsmrh. (Finnur Jónsson):

Ég get raunar vísað að mestu leyti til grg. En vegna þess, að mannvirkið, sem um ræðir, er viðbótarvirkjun til að undirbyggja og tryggja þá, sem fyrir var, og hefur sú rafveita lagt rúmar 300 þús. kr. til nýja mannvirkisins, — vegna þess er ekki farið fram á ábyrgð nema á 85% stofnkostnaðar. Verkið er það langt á veg komið, að farið er að nota vatn frá þessari virkjun til vatnsmiðlunar fyrir gömlu vélarnar. Hefði ekki það óhapp komið fyrir, að nauðsynlegir hlutir til virkjunarinnar sukku með Goðafossi, svo að panta þarf þá aftur, hefði nýja rafveitan getað tekið til starfa í vetur. — Ég óska vegna þess, hve skammt er til þingloka, að till. verði ekki vísað til n., fyrr en að lokinni umr.