14.11.1944
Efri deild: 66. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

70. mál, heilsuverndarstöðvar

Frsm. (Haraldur Guðmundsson):

Í sambandi við það, sem hæstv. kennslumrh. sagði, skal ég viðurkenna, að hann hafði mikið til síns máls, sem sé að rekstrarkostnaður heilsuverndarstöðva ætti frekar að vera greiddur af hinu opinbera heldur en sjúkrasamlögum. En þótt þessi starfsemi hafi aukin gjöld í för með sér fyrir meðlimi sjúkrasamlaga, hlýtur heilsuvernd að koma í veg fyrir ýmsan kostnað, og er mér kunnugt um, að meginþorri sjúkrasamlaga í kaupstöðum er fylgjandi stefnu frv. í þessum efnum.

Ég sé ekkert á móti því, að hin skriflega brtt. hæstv. félags- og dómsmrh.samþ., þar sem hún gerir ekki neinn annan mun en þann, að hún gæti kannske komið í veg fyrir málaferli út af greiðslum, sem ágreiningur væri um, hvort ríkissjóði bæri að greiða eða ekki. Að sjálfsögðu á ég þess ekki kost að bera þetta undir nm. heilbr.og félmn., og verða þeir því að taka afstöðu um þetta, hver fyrir sitt leyti.