05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í D-deild Alþingistíðinda. (5434)

274. mál, bifreiðar handa læknishéruðum

Sveinbjörn Högnason:

Ég vildi leyfa mér að bera fram brtt. við till. Ef á að fara að skaffa embættismönnum farartæki með sérstökum kjörum, finnst mér algerlega eðlilegt, að prestar í sveitum njóti einnig sömu kjara og hér er lagt til, og vil því leggja til, að bætt verði aftan við till., þannig að aftan við orðið „læknishéruð“ komi: og prestaköll, — og vildi ég biðja hæstv. forseta að taka við þeirri till: fyrir mig.