05.02.1945
Neðri deild: 121. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 547 í D-deild Alþingistíðinda. (5441)

274. mál, bifreiðar handa læknishéruðum

Forseti (JörB):

Ég hef nú að vísu gefið þessu gaum, og ég hygg, að það brjóti á engan hátt í bága við ákvæði þingskapa, þótt þessi meðferð sé höfð á málinu. Það er að vísu á óbeinan hátt fjárhagsatriði fyrir ríkissjóð, en bein fjárútlát eru það þó ekki, en að vísu nokkru minna fé, sem í ríkissjóð rennur. (EystJ: Sem kemur út á eitt.) Nokkuð gegnir öðru máli um það. Nú er gert ráð fyrir, að greidd verði í ríkissjóð lögboðin gjöld, svo að því leyti kemur það ekki í bága við ákvæði l. um þetta efni. (EystJ: Það eru engin lagaákvæði um, að það eigi að okra á „jeep“-bílum.)