21.09.1944
Sameinað þing: 46. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (5524)

Fyrirspurnir um stjórnarráðstafanir

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. — Svo sem hv. þm. er kunnugt, voru þann 26. apríl gefin út brbl. um heimild fyrir ríkisstj. til að kaupa eignir setuliðsins á Íslandi. Það kann að hafa farið fram hjá mér, en ég hef ekki fengið upplýsingar um, að frv. hafi verið lagt fyrir Alþ. um staðfestingu á þessum l., en samkv. stjórnarskrá lýðveldisins er skylt að leggja bráðabirgðal. fyrir næsta Alþ. eftir að þau eru gefin út. Í raun og veru hefði átt að leggja þau fyrir þingið í júní. Það var ekki gert, af skiljanlegum ástæðum, en það undrar bæði mig og fleiri, ef þetta frv. á ekki að koma fyrir þetta þing. Þetta kynni þó að hafa farið fram hjá mér og skrifstofustjóra þingsins, og væri það þó merkilegt.

Þetta er þeim mun lakara sem þess var berum orðum getið, þegar rætt var við þingflokkana um þetta frv. í vor, að það mundu verða bornar fram brtt. um skipun n., sem um þessi mál fjallar. Það er hægt að komast fram hjá rétti þingsins með því að leggja frv. ekki fyrir þ., þó að þá sé það brot á stjórnarskránni, enda væri salan þá ólögleg.

Sennilega er hér um misgáning að ræða, en ég vil beina þeirri fyrirspurn til ríkisstj., hvort frv. hefði verið lagt fram eða hvaða orsakir væru til þess, að það hefði ekki komið fram.