10.01.1945
Neðri deild: 101. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2016 í B-deild Alþingistíðinda. (5560)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

Gísli Sveinsson:

Ég get sparað frekari umr. um þetta, því að ég get sem formaður samgmn. Nd. veitt þá vitneskju, að málið er að koma til 3. umr. Við 2. umr. komu fram nokkrar aths. og það frá fleirum en einum, og óskuðu sérstaklega samgmrh. og félmrh., að tekið yrði tillit í brtt.-formi til nokkurs af því, sem þá var fært fram. Það er nú samkomulag, — ef fyrirspyrjandi vill gefa sér tíma frá tali við aðra þm. til að hlusta á, sé honum áhugamál að vita eitthvað um þetta. (EystJ: Ég heyri, að málið er í góðum höndum.) En það er að skýra frá rökum fyrir því, hvers vegna þetta hefur dregizt. N. hefur gengið frá þessu í morgun. Brtt. eru lítilfjörlegar og komnar í prentun. Eru mestmegnis að ósk félmrh. En við samgmrh. hefur orðið samkomulag um það, að málið gangi fram íhlutunarlaust af hans hálfu. Vænti ég, að þessi verði raunin a nú alveg næstu daga.