21.10.1944
Sameinað þing: 60. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2031 í B-deild Alþingistíðinda. (5617)

Stjórnarskipti

Stefán Jóh. Stefánsson:

Herra forseti. — Frv. 2. þm. S.-M. skýrði rétt frá því, að hann hefði átt tal við form. þingflokks Alþfl. og mig um það, hvort við teldum líklegt, að takast mundi að mynda stjórn milli Sjálfstfl., Framsfl. og Alþfl. Við ræddum við þennan hv. þm. hvor í sínu lagi, hv. 3. landsk. þm. og ég, og sögðum það sama báðir, að við teldum ekki miklar líkur til, að það tækist. Við skýrðum aðeins frá þessu í þingflokki Alþfl., en litum svo á, að hér væri um skoðanakönnun að ræða hjá okkur tveimur þm. og fannst því ekki rétt að bera þetta formlega undir okkar flokk, enda komu um það engin tilmæli eða óskir.