06.02.1945
Sameinað þing: 91. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í D-deild Alþingistíðinda. (5633)

245. mál, símamál

Skúli Guðmundsson:

Ég vil fyrir hönd okkar flm. þessarar till. þakka hv. allshn. fyrir góða og greiða afgreiðslu mátsins. N. hefur sent þessa till. okkar til póst- og símamálastjóra til umsagnar, og hefur hann lagt til, að nokkur breyt. yrði gerð á till., en n. hefur tekið þessa brtt. hans upp og flutt hana í nál. á þskj. 1007.

Við flm. getum á það fallizt, að þessi breyt. verði gerð og till. þannig afgreidd. Í sambandi við þetta vil ég aðeins benda á, að ég tel, að um leið og þessi heildaráætlun er gerð, ætti að athuga, hve mörg af heimilum landsins, sem nú eru símasambandslaus, óska eftir að fá síma. Þetta hlýtur vitanlega að hafa allmikil áhrif á þá heildaráætlun, sem gerð verður, en ég get búizt við; að allmörg heimili, bæði í kaupstöðum og kauptúnum, muni ekki óska eftir að fá síma. Þar hagar víða svo til, að það er mjög auðvelt fyrir fólk að komast.í símasamband, án þess að fá síma inn á heimili sín, og ég get því búizt við, að þarna verði um töluvert mikinn frádrátt að ræða. Um þetta sé ég enga ástæðu að gera neina brtt., þótt ég hins vegar vildi benda á þetta atriði.