15.09.1944
Neðri deild: 50. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (567)

143. mál, fjárlög 1945

Eysteinn Jónsson:

Ég vildi aðeins seg ja í framhaldi af því, sem ég sagði áðan, út af því, sem hæstv. ráðh. sagði, að framkoma fjárlfrv. hefði m.a. dregizt af því, að erfitt er að koma endunum saman, að því örðugra sem það reynist, því nauðsynlegra er, að frv. komi fram sem fyrst, svo að þingið viti, hvernig ástatt er í þessum efnum. Er slæmt að vera hér þennan tíma án þess að hafa yfirlit um þau mál, sem snerta svo mjög allt annað, sem í þinginu er talað um. Og ég vil lýsa yfir að gefnu tilefni, að ég er fjvn. algerlega sammála í því, að fjárlagafrv. á að koma án tillits til þess, hvort stjórnarskipti verða eða ekki. Málin verða að ganga sinn gang, og hver ráðherra verður að sinna sínum skyldum fram í rauðan dauðann. Það er hægurinn hjá fyrir þingmeirihl. að breyta fjárl. í meðferð þingsins.