15.09.1944
Neðri deild: 50. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (568)

143. mál, fjárlög 1945

Pétur Ottesen:

Mér þykir rétt, úr því að farið er að ræða þetta mál hér, áð láta það koma fram, að strax eftir að þing kom saman, fór ég fyrir hönd fjvn. að grennslast eftir því hjá ríkisstj. og þeim skrifstofustjórum, sem hafa sérstaklega með þetta mál að gera, hvað liði undirbúningi fjárlfrv. Hæstv. fjmrh. hefur nú skýrt frá, hversu ástatt er um þetta, að nokkur dráttur hefur orðið á því að ganga endanlega frá fjárlfrv. Hitt var og rétt, að þegar fjmrh: átti tal við n., lagði hún mjög fast að ráðh., að gefnu tilefni frá hans hendi, að hika ekki við — að láta fjárlfrv. koma fram, þó að stj. hefði lýst yfir, að hún mundi segja af sér á tilteknum tíma. N. lítur svo á, að allra hluta vegna sé nauðsynlegt, að fjárlfrv. komi sem fyrst fram, svo að n. gæti farið að vinna að málínu og þm. yfirleitt að átta sig á viðhorfinu í fjármálunum.