07.02.1945
Sameinað þing: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 570 í D-deild Alþingistíðinda. (5681)

249. mál, raforkuveita til Dalvíkur

Lúðvík Jósefssorz:

Frsm. fjvn. í þessu máli, hv. 2. landsk. þm., gat ekki verið hér viðstaddur nú og hefur beðið mig að segja örfá orð frá n. hálfu viðvíkjandi afgreiðslu n. á þessu máli.

Fjvn. mælir sem sagt öll með því, að till. verði samþ., eins og nál. á þskj. 1038 ber með sér, en 4 nm. töldu þó, að æskilegt væri, til þess að taka af öll tvímæli, að bæta við ákvæði viðvíkjandi línu til Hríseyjar, eins og brtt. á þskj. 1042 ber með sér, en sem sagt, um ágreining var ekki að ræða í n. Þessir 4 nm. töldu hins vegar eðlilegt að taka fram, eins og hefur raunar komið fram í bréfi frá Rafmagnseftirliti ríkisins, að línan út á Dalvík eigi í rauninni að fela í sér einnig línu út í Hrísey. En af því að till. er nú orðuð á þá lund, sem menn sjá, þótti þessum 4 mönnum rétt að taka af öll tvímæli um, að einnig verði gefin heimild til kaupa á efni í línu út að Hrísey ásamt línu frá Akureyri til Dalvíkur.

Ég þarf svo ekki að hafa fleiri orð um till. þessa. Hún er svipaðs eðlis og margar fleiri till., sem nú hafa verið samþ. fyrir stuttu síðan, og skýrir sig að mestu leyti sjálf.