15.01.1945
Sameinað þing: 83. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 572 í D-deild Alþingistíðinda. (5688)

237. mál, rannsóknir á efni til bygginga og annarra verklegra framkvæmda

Flm. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. — Ég get látið nægja að vísa til grg. viðvíkjandi þessarí till. Tilgangur hennar er að koma á fullnægjandi rannsóknum á öllu efni til bygginga, vegagerða, hafnarmannvirkja og annarra verklegra framkvæmda.

Öllum þeim, sem hafa staðið að slíkum verklegum framkvæmdum, er augljós nauðsyn þessa. Stofnkostnaður við slíkar rannsóknir verður að sjálfsögðu allmikill, en hann mundi án efa fást endurgreiddur bæði beint og óbeint, áður en langt um liði. Réttast mun, að þessi stofnun verði í sambandi við atvinnudeild Háskólans.

Þá er gert ráð fyrir, að ríkisstj. hlutist til um, að einhverjir menn afli sér fróðleiks um þessi efni, ef þess þykir þörf.

Að öðru leyti hlýtur málið að koma fyrir Alþingi, áður en frekari framkvæmdir verða hafnar. Ég legg svo til, að málinu verði vísað til fjvn.