07.02.1945
Sameinað þing: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í D-deild Alþingistíðinda. (5702)

271. mál, endurskoðun og samþykkt ríkisreikninganna

Frsm. (Ingólfur Jónsson):

Herra forseti. Eins og sjá má á nál. 1025, hefur allshn. verið sammála um þessa till., en hún vill gera við hana orðabreyt. og orða á þennan veg, með leyfi hæstv. forseta:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að endurskoðun og útgáfu ríkisreiknings ásamt athugasemdum verði hraðað svo, að hann geti jafnan legið fyrir til samþykkis fyrir lok næsta árs á eftir.“

Í grg. till. er svo að orði komizt, að það hefði verið sæmilegt, að Alþingi, sem nú situr, hefði haft til meðferðar ríkisreikninginn fyrir 1943, en ekkí reikninginn fyrir 1941, sem það samþykkti fyrir nokkru. Í samræmi við það vill n. nú orða till., og telium við flm. þá lausn ákjósanlegasta.

N. átti tal um þetta við skrifstofustjóra fjmrn. Hann hafði ekkert á móti, aó till. væri orðuð einq og n. vill og endurskoðun og prentun hraðað svo sem unnt er, til þess að henni verði jafnan lokið innan hins tilskilda tíma. Taldi hann nauðsyn að keppa að því að koma endurskoðuninni í það horf.

Í gær var til umr. frv. til fjáraukal. fyrir 1941. Það er nokkuð seint að ræða um þau útgjöld árið 1945. Það er ekki nema eðlilegt, að alþm. vilji reyna að fá þetta lagfært. Það er aldrei annað hægt en samþ. þessi fyrndu fjáraukal., hvernig sem þau eru, annars væri sú stjórn sett í vandræði, sem þá er við völd, en ber ekki ábyrgð á greiðslum fyrirrennara sinna.

Hv. l. þm. Árn. færði sem endurskoðandi ríkisreikninganna fram ýmsar ástæður fyrir því við fyrri hluta umr., að samþ. reikninganna hefur ekki getað orðið fyrr en svo seint. Engu að síður sagðist hann vera samþ. till. og óska eftir gagngerðum umbótum í þessu efni. Till. er gerð til þess að reynt verði að bæta vinnuskilyrði endurskoðenda og annað, sem við þarf, og sjá um að reikningurinn fáist prentaður strax, þegar hann er tilbúinn.

Þar sem Alþ. virðist sammála um þetta, sé ég ekki þörf á fleiri orðum.