07.02.1945
Sameinað þing: 92. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 583 í D-deild Alþingistíðinda. (5710)

271. mál, endurskoðun og samþykkt ríkisreikninganna

Forseti (GSv):

Ég vil benda á, að þeir, sem standa að þessari till., ef þeir óska þess, sem í raun og veru er full nauðsyn, bæði að forminu og svo að eðli málsins einnig að efni til, ef þeir óska að fara yfir till. aftur og þá að hafa samstarf við þá, sem þessu máli eru kunnugir, þá er það eðlileg leið, áður en málið er borið upp.

Hæstv. fjmrh. hefur ekki getað verið hér og hefur ekki skýrt frá sínu sjónarmiði, en hér er þess að gæta, að um áskorun á hæstv. ríkisstj. er að ræða, og þesa vegna mætti segja, að hæstv. ríkisstj, mætti segja til um, hvort hún getur tekið við áskorun slíkri, um að fullnægja því, sem till. þessi greinir.

Ég mun nú ekki halda áfram umr. lengur, ef fallizt verður á þetta, sem er eðlilegt, að taka aftur till. og færa hana í skýrara horf.