24.02.1944
Sameinað þing: 22. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2033 í B-deild Alþingistíðinda. (5725)

Minning látinna manna

forseti (GSv):

Háttvirtu alþingismenn. Einn af merkustu klerkum íslenzku kirkjunnar, séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprestur, sem nýlega lézt í hárri elli, er til moldar borinn í dag, á þeirri stundu er fundur Alþingis nú stendur yfir. Án nokkurra frekari ummæla, sem eru óþörf, bið ég hv. þingmenn að rísa úr sætum til þess að votta þessum mæta klerki virðingu sína og í hluttekningarskyni við útför hans. — [ Þingheimur reis úr sætum.]