10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2045 í B-deild Alþingistíðinda. (5788)

Þormóðsslysið

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Ég þakka hæstv. forseta fyrir leiðbeiningarnar í sambandi við þetta mál. Það, sem hann sagði, var í samræmi við það, sem ég hafði gert mér í hugarlund, að svona mál ætti að bera fram að degi til, en ekki að nóttu, er menn eru ekki beint varir um sig, þannig að þeir þurfi að berjast fyrir sæmd sinni. En ég ætla að segja það eitt, að ég trúi dómsmrh. og atvmrh. algerlega fyrir þessu máli.

Hv. fyrirspyrjandi fræðir mig um það, að búið sé að birta alla skýrslu sjódómsins. (FJ: Hún var birt í „Vísi“ í dag). Ég hef ekki lesið það blað í dag og leiði hjá mér að svara þessu. Til þess hægt sé að gefa svör, þá verður maður að vita, hvaða texta á að lesa úr. Ef hér er um eitthvað saknæmt að ræða, þá á að bera það upp á réttum tíma og réttum vettvangi.