10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2049 í B-deild Alþingistíðinda. (5796)

Þormóðsslysið

Atvmrh:

(Vilhjálmur Þór): Herra forseti. — Viðvíkjandi ræðu síðasta ræðumanns verð ég að taka það fram, að ég er þess ekki umkominn að dæma um, hvort hefja skuli málsókn út af skýrslu sjódómsins, og tek því ekki afstöðu til þess. Hins vegar mun ríkisstjórnin gera allt, sem unnt er, til að fullkomna skipaeftirlitið, og hefur hún falið skipaskoðunarstjóra framkvæmd um það mál. Að sjálfsögðu mun ríkisstjórnin einnig ráða bót á því eftir getu, ef mannafla skortir til að framkvæma þetta verk svo sem þurfa þykir. Hv. þm. Barð. upplýsti hér áðan, að tvö skip mundu nú vera í förum, sem byggð væru á sama hátt og Þormóður. Nú vil ég biðja hann að greina frá, annaðhvort nú þegar eða bréflega á morgun, hver þessi skip eru.