10.03.1944
Sameinað þing: 29. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2050 í B-deild Alþingistíðinda. (5799)

Þormóðsslysið

Forseti (GSv):

Þessum umr. verður nú slitið í nótt, og ég vil taka það fram að gefnu tilefni, að þeim verður ekki heldur haldið áfram á morgun. Eins og þm. mun kunnugt, verður þingi frestað á morgun, og verður því ekki auðið að taka mörg mál fyrir. Hins vegar er fært og sjálfsagt eftir það, sem fram hefur komið í þessu máli, að leita lausnar á því, en til þess eru fleiri leiðir en ræða það hér á þingi, og mun ég nú ekki taka frekari afstöðu til þess.

Á morgun verður þingi frestað, og verður fundur í sameinuðu þingi eftir hádegi. Auk þingfrestunar eru þrjú mál á dagskrá.