12.09.1944
Neðri deild: 48. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2050 í B-deild Alþingistíðinda. (5804)

Fjarvistir þingmanna

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. — Ég býst við, að hæstv. forseta sé kunnugt, hvað gerðist í umr. í d. í gærkvöldi, hvers konar tilkynning kom frá forsrh. Það er því ekki undarlegt, þó að þingflokkar þyrftu að ræða, hvað gera skyldi. Vitanlegt er, að það starfar n. af flokkanna hálfu, og er ekki óeðlilegt, að hún þurfi nokkuð að stunda sitt starf. Þess vegna óska ég, að hæstv. forseti slíti fundi, þar sem ekki eru viðstaddir svo margir, að hægt sé að halda áfram.