12.09.1944
Neðri deild: 48. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2052 í B-deild Alþingistíðinda. (5810)

Fjarvistir þingmanna

Forseti (JörB):

Það er nokkuð sitt hvað, að fundir falli niður sakir annarra starfa, ef þörf er, eða að hlaupa af fundi til starfa, — þó að menn hafi verið til þeirra kvaddir af þingbræðrum sínum — án þess að forseti eða aðrir viti nokkur deili á, hvað veldur fjarveru þeirra. Finnst mér, að það minnsta, sem hægt er að krefjast, svo að þinghald fari fram með nokkurri reglu, sé, að forseti fái að vita, ef menn geta ekki mætt sakir þinganna, svo að ekki sé boðað til funda nema þegar horfur eru á, að hægt sé að koma málum áfram. Ég vissi engin deili á því nú, að þm. væru að svo aðkallandi störfum, að þeir gætu ekki tekið þátt í þingfundum í dag, fyrr en það kemur fram við þessar umr., að þessi svokallaða samningan. muni sitja á rökstólum, — og kann það út af fyrir sig að vera einkar gagnlegt og nauðsynlegt. Ef um forföll er að ræða, þurfa menn að tilkynna þau forseta með nægum fyrirvara. Nú mun reynt að ganga til atkv. um dagskrármálið.