24.01.1945
Sameinað þing: 87. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í D-deild Alþingistíðinda. (5877)

260. mál, kaup Þórustaða í Ölvusi

Flm. (Jón Pálmason):

Það eru nokkrir menn, sem sæti eiga í landbúnaðarn. hv. Nd., sem hafa leyft sér að flytja þessa till., sem fer fram á að heimila ríkisstj. að kaupa jörðina Þórustaði í Ölfusi. Ástæðurnar, sem til þess liggja, eru þær, að nokkuð snemma á þessu þingi fékk landbúnaðarn. send 2 bréf, prentuð sem fskj. með þessari till., með grg. frá bankastjóra Búnaðarbankans, en Búnaðarbankinn er nú eigandi að þessari jörð, um að n. léti í ljós álit sitt, hvort hún vildi láta ríkið kaupa þessa jörð eða hún yrði seld einstaklingi, því að bankinn hugsar sér ekki að eiga jörðina áfram. Nú stendur þannig á, að ríkið á margar jarðeignir þarna í kring, og það hefur helzt verið ráðgert af hendi nýbýlastjórnar, en 2 flm. eru í henni, eins og hv. þm. er kunnugt, að ef í það verður ráðizt að stofna nýbýlahverfi t. d. þarna í Ölfusinu, þá væri rétt að leggja til, að hv. Alþ. heimilaði ríkisstj. að kaupa þessa jörð, ef um semst með sæmilegum kjörum, sem ætla má að verði.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um þetta, því að till. fylgja svo rækileg fylgiskjöl, en ég býst við, að hæfa þyki, þar sem hér er um fjárútlát að ræða, ef samþ. yrði, að þessari till. sé vísað til hv. fjvn.