26.02.1945
Sameinað þing: 97. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 700 í D-deild Alþingistíðinda. (5884)

260. mál, kaup Þórustaða í Ölvusi

Frsm. (Helgi Jónasson):

Herra forseti. — Till. þessi er borin fram af 5 hv. þm., sem allir eiga sæti í landbn., svo að af því má bezt marka, að hér er ekki um neina vitleysu að ræða. Ríkið á þarna mikið land, og þarna eru ræktunarskilyrði góð, og hefur verið rætt um þetta sem líklegan stað til byggðahverfis, og er því heppilegt, að ríkið eignist þessa jörð einnig. Hins vegar bið ég afsökunar á því, að ég gleymdi að geta þess, að hv. 7. þm. Reykv. skrifaði ekki undir nál. — En sökum þess, að okkur þótti verðið of hátt, lögðum við til, að till. yrði breytt, svo að það er samningsatriði á milli ráðh. og forstjóra bankans, hvort verðið verður lækkað. Ef svo fer ekki, þá verður ekkert af kaupunum.