02.03.1945
Sameinað þing: 99. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í D-deild Alþingistíðinda. (5910)

291. mál, nýbygging fiskiskipa

Flm. (Eysteinn Jónsson):

Ég var á mælendaskrá síðast, en mér virðist þetta mál ekki það flókið, að þörf sé að ræða það frekar. Auk þess er búið að taka það fram, sem ég vildi segja. Ég vil einungis undirstrika það, að lögin innifela opna vélbáta, og ég vænti, að hæstv. forseti sjái svo um, að þingviljinn viðvíkjandi þessu máli komi fram.

Viðvíkjandi því, sem hv. 6. landsk. þm. sagði í gær, að féð væri ekki nægilega mikið og þess vegna yrðu opnir vélbátar að sitja á hakanum, þá er það ekki rétt, að hér sé lítið fé fyrir hendi. Það kom fram, að það er fé eftir, og nú verður veitt meira fé, og nemur það alls nokkrum milljónum.

Skal ég svo ekki lengja þessar umr. meir.