02.03.1945
Sameinað þing: 99. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í D-deild Alþingistíðinda. (5918)

291. mál, nýbygging fiskiskipa

Sveinbjörn Högnason:

Út af ummælum hv. 3. þm. Reykv., þá vil ég taka það fram, að ég treysti því, að enn þá ríki lýðræði í landinu og framkvæmd n. og ríkisstjórnar miðist við það. En samkv. því, er hv. þm. sagði, þegar hann gerði grein fyrir atkv. sínu, mátti álíta, að svo væri ekki. Ég treysti því, að framkvæmdarvaldið bæði í n. og ríkisstjórn fari eftir l., samþ. frá Alþ. Í trausti þess, að hér ríki ekki annað stjórnskipulag en lýðræði, segi ég já.