25.10.1944
Sameinað þing: 62. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 754 í D-deild Alþingistíðinda. (5963)

176. mál, vantraust á núverandi ríkisstjórn

Jón Sigurðsson:

Herra forseti. — Fyrir hönd okkar eftirgreindra þm., þeirra Gísla Sveinssonar, Ingólfs Jónssonar, Jóns Sigurðssonar, Péturs Ottesens og Þorsteins Þorsteinssonar, vil ég leyfa mér að taka eftirfarandi fram:

Með því að sýnt er, að vantrauststillaga sú á ríkisstjórnina, sem hér liggur fyrir, er ekki borin fram í því skyni, að hún nái fram að ganga, þar sem vitað er, að ríkisstjórnin hefur, eins og nú stendur, meiri hl. þings að baki sér, þá munum við, þótt við séum ekki stuðningsmenn stj., eins og áður hefur verið lýst, ekki taka þátt í atkvgr. um þessa till.