21.02.1944
Sameinað þing: 19. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í D-deild Alþingistíðinda. (6030)

35. mál, hátíðarhöld 17. júní 1944

Dómsmrh. (Einar Arnórsson:

Herra forseti. — Ég vil bara leiðrétta nokkra missögn, sem kom fram hjá hv. 2. þm. Reykv. — Hann sagði, að ríkisstj. hefði viljað fá leyfi stjskrn. til þess að flytja stjskrfrv. og þál. Þetta hlýtur að vera byggt á misskilningi hjá hv. 2. þm. Reykv., því að auðvitað hefur ríkisstj. ekki beðið neinn um leyfi til þess að flytja frv., sem hún mátti gera. Það var óþarfi, fyrir ríkisstj. að beiðast þess, enda þarf ríkisstj. ekki að biðja þingflokkana um að flytja það mál, sem hún vill inn í þingið.