06.12.1944
Sameinað þing: 71. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 830 í D-deild Alþingistíðinda. (6060)

184. mál, hlutleysi ríkisútvarpsins

Jakob Möller:

Það mætti segja ýmislegt um þessa till., en ég held ég fari ekki að lengja umr. að svo stöddu, ef þær hefðu annars fallið niður.

Það liggur í hlutarins eðli, að allir hljóta að vera á einu máli um það, að gæta beri hlutleysis af Ríkisútvarpsins hálfu, þannig að þess er í sjálfu sér ekki að vænta, ef þessi till. kemur undir atkv., eins og hún er orðuð, að greidd verði atkv. gegn henni.

Öðru máli er að gegna um rökst. till. Um hana hefur verið deilt og má deila, og að mínu viti er þessi till., eins og á stendur, gersamlega tilgangslaus.

Ég nenni ekki að svo stöddu að fara frekar út í það. Ég vil aðeins gera að till. minni, að till. verði vísað til stj.