06.12.1944
Sameinað þing: 71. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í D-deild Alþingistíðinda. (6167)

196. mál, brúargerð á nokkur stórvötn

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. — Ég hef flutt brtt. við till. þá, sem hér liggur fyrir á þskj. 540. Hún er á þskj. 568. Ég hef bætt þar við, ásamt hv. þm. S.-M. nokkrum brúm, sem við teljum að eigi að koma inn í þessa áætlun, ef hún verður samþ.

Það má deila um það, hvað séu stórbrýr og hvað ekki. Ég tel, að tvær brýr í aðaltill. séu ekki stórbrýr. Og í minni till. eru tvær, sem eru ekki heldur stórbrýr. En ég tel það aukaatriði, og enginn getur úr því skorið, nema binda sig við eitthvað, t. d. ákveðið vatnsmagn. En það liggur hér ekki fyrir. Ég óska þess, ef þessi till. verður samþ., þá nái mín einnig fram að ganga. Ég nefni fimm brýr í N.-Múlasýslu af 14, sem eftir er að byggja. Ég tel þær eigi ekki allar að koma þarna hjá, þótt sumra þeirra sé meiri þörf en þessara, en þær eru allar minni. Miðað við eðlilega brúaþörf í landinu, tel ég, að ein brúin í till. sé aftarlega í röð þeirra, sem byggja skal í náinni framtíð. En ég vænti, að brtt. verði samþ., því að þegar farið er að gera áætlun um þetta, verður að taka þær með. Þó að við tækjum 3 brýr á ári til að vinna að í Norður-Múlasýslu, hefðum við nóg í 5 ár, þótt þessar séu þar fyrir utan.