12.02.1945
Sameinað þing: 93. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 921 í D-deild Alþingistíðinda. (6259)

281. mál, bygging vegna hæstaréttar

Flm. (Jónas Jónsson):

Ég efa ekki, að hæstv. ráðh. segi rétt frá samtali sínu við einn dómarann. En ég hef talað við tvo dómaranna. Ég get látið álit Hæstaréttar í heild, þangað til það verður lagt fyrir n. Annaðhvort verða þeir að sætta sig við að verða þarna áfram eða byggja þarf strax þau húsakynni, sem vel mega sóma í bráð. Þetta er svo umtalað mál, að einn af duglegustu hrmflm. bæjarins hefur sagt, að ekki veitti af, að mflm. tækju sig til og byggðu yfir réttinn. Í bráð nægir tilhaldslaus skrifstofubygging eins og Arnarhvoll. Borgarstjórinn í Reykjavík verður að sætta sig við venjulega, tilhaldslausa skrifstofu og það í leiguhúsnæði. Meiri hl. ráðh. verður að láta sér lynda skrifstofur í Arnarhvoli, og þeir sjá ekki ástæður til annars. Hæstiréttur mundi geta sætt sig við eitthvað svipað. Ef Hæstiréttur óskar ekki að flytjast þaðan, sem hann er, gæti Alþ. samt sagzt hafa metnað fyrir hans hönd og samþ. till. Að óreyndu trúi ég ekki, að Hæstiréttur uni við að vera þar, sem hann er.