10.03.1944
Neðri deild: 31. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2054 í B-deild Alþingistíðinda. (6395)

Þingfrestun

Ólafur Thors:

Ég vil leyfa mér að biðja hæstv. forseta að segja ekki slitið störfum deildarinnar fyrir fullt og allt. En ég nota þetta tækifæri til þess að þakka hæstv. forseta nú eins og alltaf áður fyrir ágæta stjórn á fundum í þessari örðugu aðaldeild þingsins. Og ég vil mæla það fyrir hönd allra hv. þdm., að ég óska hæstv. forseta allrar blessunar, gæfu og gengis, og vona ég að sjá hann aftur í forsetastóli á hinu mjög merka væntanlega þingi á komandi vori. — Vil ég biðja alla hv. þdm. að staðfesta þessi orð með því að rísa úr sætum. (Deildarmenn risu úr sætum).