20.06.1944
Sameinað þing: 36. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2057 í B-deild Alþingistíðinda. (6411)

Þingfrestun

Forsrh. (Björn Þórðarson):

Herra forseti. — Ég hef í höndum svo hljóðandi bréf forseta Íslands:

„Forseti Íslands gerir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta fundum Alþingis, 63. löggjafarþings, þar til síðar á árinu, þó eigi lengur en til 15. sept. næstkomandi.

Ritað í Reykjavík, 20. júní 1944.

Sveinn Björnsson.

Björn Þórðarson.“

Um leið og ég samkv. þessu umboði lýsi yfir því, að fundum Alþ. er frestað, er mér skylt að votta þinginu þakklæti ríkisstj. fyrir hið góða samstarf, sem hefur verið milli stj. og þ. þessa síðustu mánuði og ekki sízt síðustu dagana síðan 10. þ.m. Ég vona, að samheldni og samstarf þingsins megi eflast. En hins vil ég jafnframt geta, að ég er þess ekki sérstaklega fylgjandi, að stjórn og þing mæti aftur undir sömu kjörum og áður. Ég vil óska þess, að Alþingi gæti myndað sterka stjórn, ekki hégómatildursstjórn, heldur stjórn, sem hefði vilja og getu til þess að leysa vandamálin.