15.12.1944
Sameinað þing: 76. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 2058 í B-deild Alþingistíðinda. (6416)

Þingfrestun

Forsrh. (Ólafur Thors):

Ég vil aðeins í framhaldi af skýrslu hæstv. forseta Sþ. geta þess, að eftir að stj. átti tal við hæstv. forseta í gær, hefur hún talað nokkru nánar um þetta mál og leggur áherzlu á, að þingi verði lokið svo fljótt eftir áramót sem auðið er og í samræmi við það, sem hæstv. forseti skýrði frá. Auk þess vil ég láta það koma nú fram, að stj. gerir ráð fyrir, að hún muni leggja til að athuguðu máli, að annaðhvort verði í lok þessa þings eftir áramót samþ. l. um að fresta þingi fram á næsta haust eða heimild til að fresta þingi þannig, að stj. hafi heimild til að kalla saman þing, ef nauður þykir til reka. en ljúka þessu þingi og kalla saman nýtt þing, sem frestar sér sjálft. Mér þykir rétt, af því að stj. ræddi nokkru nánar um þetta, eftir að hún ræddi við hæstv. forseta, að hv. þm. fengju að vita einnig um þessar fyrirætlanir.