18.12.1944
Sameinað þing: 78. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (682)

143. mál, fjárlög 1945

Helgi Jónasson:

Herra forseti. — Viðvíkjandi Krýsuvíkurveginum er þetta að segja: Það var skýrt tekið fram af hv. frsm., að verja ætti 11/2 millj. kr. af tekjum þessa árs til þessara framkvæmda.

Mér kom það engan veginn á óvart, þótt hv. 2. þm. Árn. væri á móti till. minni, það var ekki annars að vænta af honum. Ég beið í einn og hálfan dag með till. mína, því að ég bjóst við, að hv. 2. þm. Árn. kæmi með viðbótartill., en hann gerði það ekki. En það, sem vakir í raun og veru fyrir þessum herra, er að svipta Sunnlendinga skólanum.