18.12.1944
Sameinað þing: 78. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (683)

143. mál, fjárlög 1945

Sigurður Bjarnason:

Herra forseti. — Mér þótti vel, að hv. þm. Barð. skyldi minnast hér á eina af þeim till., sem hv. fjvn. ber fram í samræmi við sína gullvægu reglu. Ég vil í tilefni af því, sem hv. þm. Barð sagði, bera fram fsp. til hv. fjvn.

Hv. 1. þm. Rang. taldi, að till. til fjárveitingar til Krýsuvíkurvegar fælist ekki í þeirri fjárveitingu, sem nú hefur fengizt samþ. Það var hvort tveggja, að ég heyrði ekki þessa yfirlýsingu og trúi ekki, að hún hafi verið gefin. Ég trúi því ekki, að hv. fjvn. hafi þorað að fela frsm. sínum að tala þau orð. Ég ætla ekki að taka fram mín eigin rök né rök hv. þm. Barð., en óska, að hv. frsm. gefi hér skýlaus svör. Það er hér ekki um að ræða ranglæti, heldur hrein glöp, ef n. lítur svo á þetta mál, og ég trúi eigi, að hv. þm. Rang. hafi farið með rétt mál, fyrr en ég hef heyrt svör hv. frsm. fjvn.