18.12.1944
Sameinað þing: 78. fundur, 63. löggjafarþing.
Sjá dálk 647 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

143. mál, fjárlög 1945

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Herra forseti. — Það er eigi tilgangur fjvn. að sniðganga hæstv. ráðh. á nokkurn hátt. Þessi till. er tilraun til þess að gera einhverja till. til þingsins, því að engin regla er til um, hvernig eigi að úthluta styrkjum.

Einn hv. þm. (SB) var með upphrópun til mín um að gefa yfirlýsingu. Ég hef gefið yfirlýsingu. Ég gerði það við 2. umr. málsins, og getur hann lesið hana í því, sem skrifararnir hafa skrifað niður.

Þeir þm., sem eigi nenna að vera viðstaddir, en koma á síðustu mínútum, verða að sætta sig við úrlausn sem þessa.